Katrín er með BA-próf í íslensku 1999 og meistarapróf í íslenskum bókmenntum frá HÍ 2004. Hún á að baki langan og farsælan feril í stjórnmálum, hefur gengt fjölmörgum mikilvægum embættum og setið í ótal stjórnum og ráðum hjá miklum fjölda opinberra stofnana og ýmissa samtaka, bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess hefur Katrín m.a. sinnt ritstörfum, dagskrárgerð og kennslu hjá ýmsum menntastofnunum.


  • Sat í stúdentaráði HÍ og háskólaráði á árunum 1998–2000
  • Formaður Ungra Vinstri grænna 2002–2003
  • Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002–2006
  • Alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá 2007–2024
  • Varaformaður VG frá 2003–2013 og formaður frá 2013–2024
  • Mennta- og menningarmálaráðherra 2009–2013
  • Forsætisráðherra frá 2017–2024